Noizezz Staðalsíur

VINSÆLUSTU HEYRNARSÍURNAR OKKAR! 

Athugið að þessar heyrnarsíur koma með mismunandi dempun. Í hverri pakkningu kemur eitt par af síum og fjórar stærðir af töppum, svo hver og einn getur fundið sína stærð. 

24dB: Meðal dempun - góð fyrir tónleika, skemmtistaði, flug (frábært fyrir flugfreyjur sem vilja dempa hávaðan en geta heyrt tal í gegn). Barþjóna, kennara, afgreiðslufólk.

30dB: Mikil dempun - góð fyrir slátturvélina, á móturhjólinu og ef þú ert að vinna í mjög háværu umhverfi. (Vinsælt hjá iðnaðarmönnum)

Gæða heyrnarsíur
Leitar þú að heyrnarvernd sem er þægileg, lítið áberandi og ver heyrnina án þess að allt hljómi eins og maður sé inni í tómri tunnu? Noizezz er ný gerð af heyrnarsíum. Þær eru þægilegar og mörgum kemur á óvart hversu þær virka ótrúlega vel.

Mjög lítið áberandi
Noizezz heyrnarsíurnar eru hannaðar þannig að þær sjást varla. Þær eru gerðar úr gegnsæju silíkoni sem ber mjög lítið á og eru hannaðar samkvæmt einkaleyfi. Þar sem þær standa ekkert út úr hlustinni má nota þær með öðrum tækjum svo sem heyrnartólum, gleraugum og hjálmi án vandræða. Þar sem þær eru inni í hlustinni kemur það í veg fyrir að eitthvað rekist í síurnar þannig að þær gangi inn í eyrun. Noizezz heyrnarsíur eru rétt val fyrir þá sem vilja verja heyrnina án þess að það sé áberandi.

Þægilegar
Noizezz heyrnarsía er þannig löguð að hún situr þægilega í hlustinni. Á hlustarstykkinu eru þrjú mjúk sveigjanleg blöð gerð úr ofnæmisprófuðu silíkoni sem falla að lögun hlustarinnar og mynda þrefalda vörn gegn skaðlegum hljóðum. Síurnar loka ekki eyrunum því það loftar í gegnum þær og þær virka ekki eins og að tappar séu í eyrunum. Noizezz heyrnarsíur með sína einstöku aðlögun eru svo þægilegar að flestir gleyma þeim fljótlega eftir að þær eru settar upp.