Greiðsluskilmálar Vefverslun Heyrn ehf

Heyrn ehf
Hlíðasmári 19 (2.hæð) 200 Kópavogur
kt. 590307-0920
Bnr. 536-26-14092
VSK. 94331
Símanúmer: 534-9600
Netfang: heyrn@heyrn.is

Almenn ákvæði : Heyrn áskilur sér rétt til að hætta við pantanir t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Vinsamlega athugið að verð á netinu geta breyst án fyrirvara. Verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og Heyrn áskilur sér rétt að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið slegið inn. Öll verð á síðunni eru uppgefin í íslenskum krónum og innihalda virðisaukaskatt.

Afhending vöru: Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og unnt er. Sé vara ekki til á lager mun starfsmaður hjá Heyrn hafa samband og tilkynna nýjan áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Þeim pöntunum sem dreyft er með Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandsspósts um afhendingu vörunnar.

Greiðsla: Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla ferfram. Við sendum allar vörur með Íslandspósti.
Við bjóðum upp á 4 greiðslumöguleika: Millifærslu, kreditkort, debitkort eða greiða þegar sótt er fyrir vörurnar í afgreiðslu (Hlíðasmári 19 (2.hæð) 200 Kópavogur). Vefgreiðslur kredit og debitkorta fara fram í gegnum greiðslukerfi/ greiðslugátt Valitor og eru öll samskipti dulkóðuð. Ef millifærsla er valin þá færðu sendan tölvupóst með upplýsingum um reikningsnúmer og kennitölu fyrirtækisins. Pöntun er samþykkt um leið og millifærslan hefur borist, ef ekki er greitt innan sólarhrings telst pöntun ógild.

Heimsending: Pantanir eru sendar með íslandspósti og gilda afhendingar, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts. Áætlað er að innanlandspóstur taki 2-5 virka daga að berast.
Athugið að afgreiðslutími vöru getur lengst þegar líður að frí- eða álagstímabilum s.s. jólum.

Vöruskil: Kaupandi hefur rétt til að skila vöru innan 14 daga og fá endurgreitt gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértiloboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.

Gölluð Vara: Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðir Heyrn allan sendingarkostnað sem um ræðir.

Persónuvernd: Heyrn heitir fullum trúnaði og upplýsingar um viðskiptavini okkar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Privacy policy All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

Lög og varnarþing: Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.

Annað: Heyrn áskilur sér fullann rétt til að breyta ákvæðum þessara skilmála. Litið er svo á að kaupandi hafi samþykkt breytinguna ef hann kaupir vörur eftir að tilkynning um breytingu hefur verið gefin út. Birting nýrra skilmála á vefsvæði glowup.is telst nægileg tilkynning.
Hjá Heyrn ehf. gilda lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000, lög um rafræn viðskipti nr. 30/2002 og lög um neytendakaup 48/2003.
Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.