MINO HLJÓÐMAGNARINN FRÁ BELLMAN & SYMFON

Mino hljóðmagnarinn frá Bellman & Symfon er öflugt samskiptatæki

Hljóðmagnarinn Mino er byltingarkennt samskiptatæki sem færir notandanum tal og tónlist við erfið hlustunarskilyrði. Mino er hannaður fyrir fólk sem vill að tæki séu auðveld í notkun með stóra takka og skýrum merkingum. Tækið er mjög notendavænt og hefur einstök hljóðgæði.

Framúrskarandi hljómur
Mino gefur hreint og skýrt hljóð eins og notandinn á skilið. Hann nýtir að fullu kosti stafrænnar tækni til að gera tal skýrt og dregur einnig úr bakgrunnshljóðum sem stuðlar að einstökum hljóðgæðum. Þetta allt næst ekki síst vegna sérstakra hljóðnema sem eru gerðir til að fyrirbyggja suð.

Einfalt í notkun
Við hönnun tækisins var kappkostað að hafa það einfalt og notendavænt. Allar leiðbeiningar á tökkum eru augljósar. Takkarnir virka þegar þrýst er á þá og það eru engar flóknar leiðbeiningar sem týnast. Takkarnir eru stórir úr mjúku efni með stamt yfirborð en það gerir Mino kjörið fyrir fólk með skerta næmni í höndum. Í tækinu eru Li-jóna hleðslurafhlöður og hver hleðsla þeirra endist í um 18 tíma.

Íslenskur leiðarvísir fylgir með hverju tæki.