Heyrnin okkar er einstök og þarf að vernda hana vel. Þegar við verðum fyrir miklum hávaða skemmist heyrnin okkar smá saman og er hún ekki endurnýjanleg.
Passaðu uppá heyrnina þína og þeirra sem þér þykir vænt um með því að nota gæða heyrnarsíur frá Heyrn.
Hægt er að fá sérsmíðaða heyrnarsíur með því að panta tíma og koma í mótatöku í Hlíðarsmára 19, Kópavogi. Hafðu samband við okkur í síma 534-9600 til þess að bóka tíma í mótatöku fyrir sérsmíðaðar heyrnarsíur.
Hægt er að fá nokkrar gerðir af sérsmíðuðum heyrnarsíum:
Sundeyrnatappar: M ótaðir eftir afsteypum úr eyrunum og eru alveg vatnsþéttir svo þú losnar við ónot eða sýkingar í hlustunum ef vatn er stöðugt í þeim. Þeir eru mjúkir og notalegir og sérstaklega smíðaðir fyrir þig ef þú stundar sund mikið. Einnig henta þeir vel sem svefntappar.
Svefnheyrnarsíur: Sérsmíðaðar svefnsíur sem deyfa hávaða svo þú getur sofið vært. Þær eru sérstaklega mjúkar og sitja því notalega í eyrunum
Sérsmíðaðar heyrnarsíur: Heyrnarsíur fyrir þá sem vinna í hávaða en finnst óþægilegt að vera með heyrnarhlífar. Um er að ræða síur sem dempa skaðlegan hávaða án þess að breyta blöndun og tónblæ hljóðsins. Velja má um mismunandi öflugar síur.